Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2020

Áhrif frá Víetnam í landslagsmótun í Evrópu?

Landslagshönnun í Evrópu mótuð undir áhrifum frá Víetnam? Til að akuryrkja sé möguleg í bröttum hlíðum Víetnam hafa heimamenn frá örófi alda, hlaðið upp pöllum til að fá sléttlendi til ræktunar hrísgrjóna og er víst mikið sjónarspil allt árið um kring að fylgjast með litabreytingum ræktunar frá nýsprottnum til fullþroskaðra hrísgrjóna. Skærgrænir litir yfir í heiðgula. Úr lofti sjást svo skýrar línur eins og hæðarlínur á kortum.

Landslagshönnuðurinn Charles Jencks hefur hannað víða í Evrópu og einnig Suður Kóreu þar sem sjá má svipuð einkenni, eins og sést vel á meðfylgjandi myndum.

Cells of life eftir Charles Jencks í Jupiter Artland nærri Edinborg.
Byggt á forsögulegum landformum eins og Víetnam og víðar.
Northumberlandia, Newcastle, Englandi, hér breytir Charles Jencks ásamt konu sinni Maggie Keswick kolanámu í þetta undur. Opnum sárum eftir malargröft og námutöku má breyta í margt áhugavert eins og hér var gert.
Parco Portello almenningsgarður í Mílanó er einnig hannaður af Charles Jencks og Andreas Kipar. Hann var byggður yfir gamalt verksmiðjusvæði.

Eco-Geo park í Suður Kóreu 2013, eftur hönnuðina Lily og Charles Jencks.

Heimildir:

https://unusualplaces.org/the-garden-of-cosmic-speculation-in-scotland/ https://www.jupiterartland.org/artwork/cells-of-life. https://www.likealocalguide.com/milan/parco-portello. https://www.lilyjencksstudio.com/ljs-ecoline. https://www.tripadvisor.com/LocationPhotoDirectLink-g186525-d1786893-i105846582-Jupiter_Artland-Edinburgh_Scotland.html

Landmótun í einkagörðum

Áhugavert er að sjá hvað hægt er að forma land sitt á mismunandi vegu og með mismunandi aðferðum, hér er stiklað á nokkrum þeirra. Hugmyndaflug er allt sem þarf.

Grashólar bjóða upp á notalega litla lundi betur en slétt grasflöt og eru áhugaverðir á að líta.
Hér er mynduð upphækkuð grasflöt með járnkanti, stílhreint og flott.
Garður mótaður í lífræn form í þrívídd.
Landmótun með stórum viðardrumbum falla vel að grasbrekkunni.
Hér er mynduð slétt flöt með bekkjum en hlaðinn veggurinn getur einnig myndað skjól, þetta má útfæra víða.
Svipuð hugmynd útfærð á sléttri flöt þar sem grasflái er formaður í kringum setskjólsvæðið sem er afmarkað með trjádrumbum. Þessa hugmynd má útfæra á marga vegu með einfaldari hætti.
Einnig má nýta svona grasfláa víða í görðum til að afmarka svæði og veita skjól.

Heimildir: Myndir sóttar á https://www.pinterest.com/pin