Í þessari stóru fyrirtækjabyggingu í hjarta Chicago er að finna þakgarð á sjöundu hæð. Hann skartar þessum glæsilegu trjám og hér geta starfsmenn komist aðeins út undir bert loft í hádegishléinu sínu og andað að sér smá grænu í öllum grámanum til að næra sálina fyrir áframhaldandi inni vinnu. Græn þök og meiri gróður í stórborgir skiptir miklu máli til að kæla borgir niður þar sem vaxandi hiti er orðið vandamál. Halda áfram að lesa
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2013
Magnað manngert landslag í Vietnam
Frá örófi alda hafa Vietnamar ræktað landið sitt og snemma hafa þeir farið að byggja upp og hlaða veggi til að mynda flatlendi fyrir hrísgrjónaræktina einnig í fjallahluta landsins. Þar sem landið er að miklum hluta fjöll og minni hluta flatlendi hafa þeir neyðst til að búa til meira ræktunarland með þessum hætti. Ótrúlegt er að hugsa til þess hve mikil vinna hefur farið í gerð þessa ræktunarlands því varla hefur verið að hægt að koma við vélum þó þær hefðu verið til á þeim tíma. Halda áfram að lesa