Í Elliðaárdalnum hefur verið komið fyrir fallegum og gagnlegum fræðsluskiltum fyrir áhugafólk um fugla og ýmsar menningarminjar sem í dalnum finnast. Nýjasta skiltið er sérstaklega fyrir áhugafólk um fugla og er eitt staðsett við efstu trébrúnna fyrir neðan stíflu. Bent er á bestu staði í dalnum til að skoða fugla og fleira fræðandi er varðar fuglalíf í dalnum. Þetta er verkefni sem var valið í íbúakosningum úr innsendum hugmyndum 2012 í betri hverfi sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Í þetta verkefni var veitt ein milljón króna og var það sett upp í febrúar 2013. Halda áfram að lesa
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2013
Þakgarðar Rockefeller Center leyndur landslagsfjársjóður.
Oftar en ekki eru þakgarðar huldir hinum almenna vegfarenda. Í New York er einn staður sem hreykir sér af óskaplega fallegu safni af íburðarmiklum þakgörðum sem eru opnaðir almenningi af og til. Rockefeller Center hefur í 75 ár viðhaldið óaðfinnanlega þessum fallegu görðum. Þeir eru með þeim elstu í borginni. Aðallega er það þó starfsfólk bygginganna sem fær þeirra notið. Hér eru nokkrar myndir af þeim svo fleiri fái notið þeirra. Halda áfram að lesa
Hlíðargarður falin perla í Kópavogi.
Hlíðargarður er skrúðgarður í Kópavogi. Hann var mikið notaður af íbúum bæjarins við hvers kyns uppákomur 17. júní og þess háttar viðburði hér áður fyrr, en hversu margir ætli muni eftir honum í dag? Hann er fallegur garður sem er umkringdur íbúðarhúsum á alla kanta og því vel falinn þeim sem ekki vita af honum. Íbúar í nágrenni við hann nýta hann væntanlega vel en það er þess virði að leggja lykkju á leið sína til að eiga þar góða stund á góðum degi. Leikskólar bæjarins gerðu sér glaðan dag og héldu þar hátíð árlega í það minnsta fyrir nokkrum árum og vonandi enn þann dag í dag. Halda áfram að lesa