Um er að ræða malbikaðan og upplýstan hjólastíg, þar sem vel hefur tekist til í samstarfi tveggja sveitarfélaga. Þetta er samgöngustígur sem tengir núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við stígakerfi í Reykjavík. Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna batna til muna og leiðin milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar styttist töluvert. Nýi hjóla- og göngustígurinn liggur sunnan og austan Vesturlandsvegar frá Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ, gegnum skógræktarsvæði Mosfellinga við Hamrahlíð, og tengist nýju stígakerfi Reykjavíkur við Bauhaus. Halda áfram að lesa
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2012
Jólaljósin í garðinum
Nú er víða skreytt fallega með jólaljósum og þá er gaman að velta fyrir sér mismunandi möguleikum á uppsetningu ljósasería til að leggja áherslu á gróðurinn sem er í lágmarkshlutverki á þessum tíma árs. Hægt er setja seríurnar á marga vegu til að draga þá fram til dæmis fallegan vöxt uppáhalds trés okkar í garðinum með því að láta ljósin fylgja greinunum, nú eða þá að vefja seríunni meira utan um tréð sem þá myndar frekar ljósahjúp utan um það og sýnir þá betur mótun trésins, eins og á Coca Cola trénu fræga. Halda áfram að lesa